Bein útsending: Ráðherra, siðfræðingur og sérfræðingur í refsirétti ræða um uppreist æru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 11:30 Mikið hefur mætt á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í tengslum við uppreist æru en ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum á lokaandartökum nýafstaðins þings. Vísir/Anton Brink Íslandsdeild sambands evrópskra laganema, ELSA Ísland, í samstarfi við Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um réttarumhverfi uppreistar æru. Málþingið hefst klukkan 12 og verður því streymt beint á Vísi. Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins þar sem tekið verður á þremur sjónarhornum málefnis sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu. Á málþinginu verður rætt um heimspekileg atriði, refsivernd þeirra sem hlotið hafa uppreist æru og tengsl við tjáningarfrelsið ásamt væntanlegum breytingum á réttarumhverfi uppreistar æru. Framsögumenn á málþinginu verða: Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, en erindi hans verður um lagaleg skilyrði og sjónarmið um æruvernd í ljósi 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur við Siðfræðistofnun, mun flytja erindi varðandi siðfræðileg rök með og á móti því að dæmdum afbrotamönnum sé veitt uppreist æra og greiningu milli ólíkra tegunda afbrota í því samhengi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun flytja erindi er snýr að uppreist æru í tengslum við refsistefnu á Íslandi. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #elsaxorator. Fundarstjóri verður Guðni Friðrik Oddsson, funda- og ráðstefnustjóri Íslandsdeildar ELSA. Málþingið er opið öllum en hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu hér að neðan. Uppreist æru Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Íslandsdeild sambands evrópskra laganema, ELSA Ísland, í samstarfi við Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um réttarumhverfi uppreistar æru. Málþingið hefst klukkan 12 og verður því streymt beint á Vísi. Um er að ræða fyrsta málþing vetrarins þar sem tekið verður á þremur sjónarhornum málefnis sem hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni að undanförnu. Á málþinginu verður rætt um heimspekileg atriði, refsivernd þeirra sem hlotið hafa uppreist æru og tengsl við tjáningarfrelsið ásamt væntanlegum breytingum á réttarumhverfi uppreistar æru. Framsögumenn á málþinginu verða: Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands, en erindi hans verður um lagaleg skilyrði og sjónarmið um æruvernd í ljósi 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Henrý Alexander Henrýsson, sérfræðingur við Siðfræðistofnun, mun flytja erindi varðandi siðfræðileg rök með og á móti því að dæmdum afbrotamönnum sé veitt uppreist æra og greiningu milli ólíkra tegunda afbrota í því samhengi. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun flytja erindi er snýr að uppreist æru í tengslum við refsistefnu á Íslandi. Að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar úr sal og af Twitter sem berast undir myllumerkinu #elsaxorator. Fundarstjóri verður Guðni Friðrik Oddsson, funda- og ráðstefnustjóri Íslandsdeildar ELSA. Málþingið er opið öllum en hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í beinni útsendingu hér að neðan.
Uppreist æru Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira