Kettlingar vanræktir á sveitabæ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2017 20:15 Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Villikettir fengu til sín í gær fjóra veika kettlinga en þeir bjuggu við bágar aðstæður á sveitabæ á Suðurlandi og voru með Herpes-sýkingu í augum. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá. „Við tókum við þeim af manneskju sem hafði fengið ábendingu um illa meðferð á þessum dýrum á sveitabæ og hún kom með þá til okkar. Hún kom með þá til okkar og við ákváðum að hjúkra þeim," segir Áslaug Eyfjörð, sjálfboðaliði hjá Villiköttum. Móður þeirra var ekki komið til Villikatta en kettlingarnir fengu herpes-smitið frá henni. Samtökin hafa ekki heimild til þess að fjarlægja dýr af heimilum sínum. „Ætli hún sé ekki bara áfram á þessum sveitabæ og hún heldur trúlega áfram að gjóta veikum kettlingum býst ég við," segir Áslaug. Samtökin tilkynna ekki mál sem þessi til yfirvalda en vonast til þess að finnandi dýranna geri það. Áslaug segir fleiri sambærileg mál hafa komið á borð Villikatta. „Bændur verða að taka ábyrgð á dýrunum sínum og þeir verða að gelda kettina sína. Þetta gengur ekki að hafa ógelda ketti og offramleiðslu á litlum kettlingum sem deyja síðan bara slæmum dauðdaga. Af því þetta er ekki eina dæmið um það að við höfum verið að taka við svona slæmum og illa förnum kettlingum," segir Áslaug.Hún tekur fram að margir bændur hugsi vel um ketti sína en í of mörgum tilvikum verði þeir utanvelta á bænum. „Því miður að þá held ég að bændur líti oft á þetta sem vinnudýr sem eigi bara að veiða mýs. En þetta eru dýr eins og önnur. Og maður á að taka ábyrgð á þeim líka," segir Áslaug. Kettlingarnir fjórir eru komnir á sýklalyf og eru að braggast en það mátti ekki tæpara standa. „Þeir áttu ekki nema svona sólarhring, tvo sólarhringa eftir. Við áttum að taka við sex, en það eru bara fjórir eftir og ég er hrædd um að hinir tveir hafi endað annars staðar," segir Áslaug.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira