Innlent

Kindur til ama í Fjarðabyggð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sumar kindur álíta girðingar áskorun.
Sumar kindur álíta girðingar áskorun. vísir/vilhelm

Lausagöngufé hefur verið íbúum í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar til ama í sumar. Kindurnar hafa valdið ónæði auk tjóns á eigum bæjarins og bæjarbúa.

„Það eru einhverjir sem stunda tómstundabúskap innan bæjarmarka auk þess sem kindurnar virðast sækja í gróður inni í bæjunum,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Meðal þess sem lokkar má nefna blómabeð sem bærinn og fyrirtæki hafa plantað í.

„Það er verið að fara yfir þessi mál. Sums staðar gætu betri girðingar verið lausnin,“ segir Páll. „Á Eskifirði koma nýjar girðingar í tengslum við Norðfjarðargöngin en svo er náttúrulega óvíst hvort það dugi.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.