Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2017 21:30 Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð. Grafík/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan: Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan:
Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45