Falsa nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2017 20:00 Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí. Á fagráðstefna um stafrænt ofbeldi, sem haldin var í dag, sagði Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri, frá nýjustu vendingum í rannsókn sinni sem beinist að tiltekinni vefsíðu. Undanfarin þrjú ár hefur hún rannsakað síðuna sem hefur að geyma sérstakt íslenskt vefsvæði þar sem einstaklingar óska eftir nektarmyndum af unglingum, langt undir lögaldri. 2062 ljósmyndir voru á íslenska svæðinu í júlí og þar af voru 730 nektarmyndir, langoftast af stúlkum. „96 prósent þolenda voru stúlkur í þessari rannsókn minni þannig þetta er mjög augljóslega kyndbundin vandi og ef að okkur á að takast að komast að rót vandans held ég að það sé mikilvægt að við tæklum hann á þeim forsendum.“ Hildur bendir á að í langflestum tilfellum sé um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. „Til að hámarka skaðann fyrir viðkomandi. Það var mjög algengt að það væru sett í nöfn þolanda. Það var í rúmlega helmingi tilfella. Það er svolítið um það að það sé verið að setja inn í hvaða skóla viðkomandi er en þær eru flestar á grunn- eða framhaldsskólaaldri. Það er líka algengt að það sé verið að setja linka yfir á prófíla viðkomandi á Facebook eða Instagram,“ segir Hildur. Þá er algengt að beðið sé um nektarmynd af einhverjum ákveðnum stúlkum í skiptum við aðra mynd. Hildur segist hafa tekið eftir breytingum á vefsíðunni frá því hún fyrst fór að rannsaka hana árið 2014. „Þarna er tiltölulega algengt að menn séu að setja inn myndir af stúlkum og óska eftir því að myndin sé gegnumlýst og þá greinilega eru menn að nota forrit til að falsa nektarmyndir af einstaklingum þannig það er líka verið að nota þetta til að dreifa fölsum nektarmyndum,“ segir Hildur. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Falsaðar nektarmyndir af ungum íslenskum stúlkum eru nú algeng sjón í á vefsíðu sem dreifir nektarmyndum af unglingum. Yfir sjö hundruð nektarmyndir voru á sérstöku íslensku svæði á vefsíðunni í júlí. Á fagráðstefna um stafrænt ofbeldi, sem haldin var í dag, sagði Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi við Háskólann á Akureyri, frá nýjustu vendingum í rannsókn sinni sem beinist að tiltekinni vefsíðu. Undanfarin þrjú ár hefur hún rannsakað síðuna sem hefur að geyma sérstakt íslenskt vefsvæði þar sem einstaklingar óska eftir nektarmyndum af unglingum, langt undir lögaldri. 2062 ljósmyndir voru á íslenska svæðinu í júlí og þar af voru 730 nektarmyndir, langoftast af stúlkum. „96 prósent þolenda voru stúlkur í þessari rannsókn minni þannig þetta er mjög augljóslega kyndbundin vandi og ef að okkur á að takast að komast að rót vandans held ég að það sé mikilvægt að við tæklum hann á þeim forsendum.“ Hildur bendir á að í langflestum tilfellum sé um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. „Til að hámarka skaðann fyrir viðkomandi. Það var mjög algengt að það væru sett í nöfn þolanda. Það var í rúmlega helmingi tilfella. Það er svolítið um það að það sé verið að setja inn í hvaða skóla viðkomandi er en þær eru flestar á grunn- eða framhaldsskólaaldri. Það er líka algengt að það sé verið að setja linka yfir á prófíla viðkomandi á Facebook eða Instagram,“ segir Hildur. Þá er algengt að beðið sé um nektarmynd af einhverjum ákveðnum stúlkum í skiptum við aðra mynd. Hildur segist hafa tekið eftir breytingum á vefsíðunni frá því hún fyrst fór að rannsaka hana árið 2014. „Þarna er tiltölulega algengt að menn séu að setja inn myndir af stúlkum og óska eftir því að myndin sé gegnumlýst og þá greinilega eru menn að nota forrit til að falsa nektarmyndir af einstaklingum þannig það er líka verið að nota þetta til að dreifa fölsum nektarmyndum,“ segir Hildur.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira