Haraldur íhugar að leita réttar síns Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. september 2017 06:00 Bréfið sem veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni uppreist æru í september í fyrra með undirskriftum dómsmálaráðherra og forseta Íslands. Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru. Haraldur sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann fullyrðir að hafa ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta heldur hafi aðeins verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann staðfesti að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með honum sem bílstjóra. Sagði Haraldur að það að þessi bréf hafi verið notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta hafi verið án hans vitundar og samþykkis. Gagnrýndi hann vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins í þessu efni harðlega og sagði þau hafa komið aftan að grandalausu fólki. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafna tveir af þremur umsagnaraðilum með umsókn Hjalta því að hafa skrifað meðmæli sín í þeim tilgangi að aðstoða hann við að fá uppreist æru. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef um skjalafals væri að ræða gætu hinir meintu meðmælendur væntanlega kært slíkt til lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Haraldur Þór Teitsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar, hefur falið lögmanni sínum að óska eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu varðandi umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. „Síðan skoðum við framhaldið þegar ég kem heim,“ segir Haraldur í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort hann hyggist kæra það til lögreglu að meðmælabréf í hans nafni hafi verið notað af Hjalta til að sækja um uppreist æru. Haraldur sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann fullyrðir að hafa ekki skrifað meðmælabréf til handa Hjalta heldur hafi aðeins verið um að ræða meðmæli í vinnu þar sem hann staðfesti að Hjalti hefði starfað hjá fyrirtækinu og hann gæti mælt með honum sem bílstjóra. Sagði Haraldur að það að þessi bréf hafi verið notuð sem meðmæli um uppreist æru Hjalta hafi verið án hans vitundar og samþykkis. Gagnrýndi hann vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins í þessu efni harðlega og sagði þau hafa komið aftan að grandalausu fólki. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafna tveir af þremur umsagnaraðilum með umsókn Hjalta því að hafa skrifað meðmæli sín í þeim tilgangi að aðstoða hann við að fá uppreist æru. Björg Thorarensen lagaprófessor sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef um skjalafals væri að ræða gætu hinir meintu meðmælendur væntanlega kært slíkt til lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00 Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48 Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hjalti heldur ærunni þrátt fyrir meint meðmælasvik á umsókn Tveir þeirra sem skráðir voru meðmælendur í umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru töldu sig vera að veita honum meðmæli á atvinnuumsókn. 18. september 2017 06:00
Segist heldur ekki hafa veitt Hjalta meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru Haraldur Þór Teitsson segir að almenn meðmæli sem hann veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni til að sækja um vinnu hafi verið notuð án hans vitundar í umsókn Hjalta um uppreist æru, 17. september 2017 17:48
Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti 18. september 2017 20:00