Einkunnir eftir tapið gegn Finnlandi: Raggi Sig bestur 2. september 2017 18:00 Byrjunarliðið í dag. vísir/getty Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Finnlandi í Tampere í Finnlandi í dag, en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Eina mark leiksins skoraði Alexander Ring úr stórbrotinni aukaspyrnu eftir átta mínútna leik. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins að Vísi, en hann átti fínan leik í vörn Íslands. Hér að neðan má sjá einkunnir og umsagnir. Einkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - Finnland:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 5 Gat lítið sem ekkert gert í stórglæsilegu marki Finna. Bjargaði vel frá Markanen þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiks.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 5 Skilaði sínu eins og alltaf. Tekinn af velli eftir klukkustundaleik til að auka sóknarþungann.Kári Árnason, miðvörður 5 Skilaði boltanum mjög illa frá sér, sér í lagi í fyrri hálfleik. Traustur varnarlega.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 - maður leiksins Fínn leikur hjá Ragnari eins og allri vörninni.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 5 Bjargaði vel frá Markanen í seinni hálfleik. Skilaði sínu.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 4 Ágætur í fyrri hálfleik en afleitur í þeim seinni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 4 Braut klaufalega af sér í marki Finna. Kom ekkert út úr honum sóknarlega. Náði ekki að fylgja góðri frammistöðu gegn Króötum eftir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 5 Reyndi að drífa íslenska liðið áfram. Var kominn út úr stöðu í aukaspyrnunni sem leiddi til marksins.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 4 Kom ekkert út úr honum í sókninni.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 4 Hefur oft spilað betur. Íslenska liðið saknaði meira framlags frá sínum besta manni.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Hélt boltanum illa þegar við reyndum að byggja upp spil með að finna hann í lappir. Fyrsta snertingin sveik hann of oft.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu) 3 Bjargaði á marklínu skömmu eftir að hann kom inn á. Fékk svo tvö gul spjöld með skömmu millibili, það fyrra þegar hann skafaði upp eftir Jóhann Berg og var því sendur í sturtu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 59. mínútu) 5 Duglegur, en komst lítið í takt við leikinn.Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 88. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00