Náttúrulaugar fullar af gerlum og skít Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2017 05:00 Laugarhólslaug í Bjarnarfirði er ein fjölmargra náttúrulauga á landinu. Ekki liggur fyrir hvort hún sé ein þeirra sem er full af gerlum. vísir/getty Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Náttúrulaugar á Vestfjörðum hafa komið mjög illa út úr gerlamælingum Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða (HEVF). Dæmi eru um sýni sem innihéldu yfir tvöhundruðfalt leyfilegt magn gerla. Formaður heilbrigðisnefndar Vestfjarða segir ástæðuna vera aukna ásókn í laugarnar. „Baðstöðum er skipt upp í laugar sem eru undir eftirliti og síðan skráðar náttúrulaugar. Þær síðarnefndu koma illa út,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Jón nefnir í þessu samhengi laugar á Barðaströnd, í Foss- og Norðurfirði og á Reykjanesi. Í þeirri síðastnefndu hafi verið komið upp skilti sem bendir fólki á að laugin sé ekki hreinsuð og að fólk fari í hana á eigin ábyrgð. „Umgengni við laugarnar hefur farið versnandi samhliða auknum ferðamannastraumi. Fyrir tuttugu árum var ásóknin svo lítil að laugarnar hreinsuðu sig sjálfar. Sú er ekki raunin nú. Ég myndi til að mynda aldrei fara ofan í í Landmannalaugum nú,“ segir Jón. Í fundargerð HEVF frá 25. ágúst síðastliðnum, sem send er til sveitarstjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, segir að við „eftirlit með sund- og baðstöðum í sumar hafi komið í ljós að hlutirnir eru alls ekki eins og þeir eiga að vera“. Í sumum sýnum úr sundlaugum og baðstöðum hafi mælst gerlatölur sem eru yfir 200 þúsund í desilítra. Þá kemur fram að þeir megi að algjöru hámarki vera þúsund í desilítranum en helst undir 500. Óhreinsað baðvatn eykur mjög líkur á slímhimnu-, maga- og húðsýkingum. Í niðurlagi bréfsins er rifjað upp að fyrr í sumar mengaðist strandsjór við Reykjavík af skólpi eftir bilun í dælustöð. „Það sem olli fjölmiðlafári í sumar vegna skólpmengunar var strandsjór sem var alls staðar undir 1.000 saurgerlar í 100 ml,“ segir í bréfinu. „Heilbrigðiseftirlitin hafa vitað af málinu en almenningur ekki verið meðvitaður,“ segir Jón. Hann bætir því við að eftirlitið hafi engar heimildir til inngrips. Hann mælist til þess að skilti verði sett upp við helstu laugar til að vara fólk við.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól. 7. júlí 2017 13:09