Innlent

Saurgerlar yfir mörkum í Vesturbæ

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sýni voru tekin úr fjörunni í gær.
Sýni voru tekin úr fjörunni í gær. vísir/vilhelm
Saurgerlamagn austan megin í fjörunni við Ægissíðu er yfir viðmiðunarmörkum, samkvæmt frumniðurstöðum mælinga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Skólp hefur runnið óhreinsað í sjóinn frá skólpdælistöðinni við Faxaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur undanfarna daga.

Gerlamagn er hins vegar undir viðmiðunarmörkum vestan megin við stöðina og þegar mælt er austar við Ægissíðu falla niðurstöður í flokk tvö, að því er segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafa runnið í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart  við sig þann 26. júní síðastliðinn. Rennsli úr dælustöðinni í Faxaskjóli var stöðvað var stöðvað í gær tímabundið.

Heilbrigðiseftirlitið segist ætla að halda áfram að mæla magn saurgerla við fráveitustöðina og nágrenni, og verða starfsmenn þar við mælingar í dag. Ekki eru taldar neinar líkur á að saurgerlamengun berist í Nauthólsvík, en starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins tóku sýni í gær og í dag og frumniðurstöður fást á morgun.


Tengdar fréttir

Engin hætta á mengun í Nauthólsvík

Fjaran í Faxaskjóli leit mjög vel út við skoðun í morgun og ákaflega lítil ummerki að sjá að sögn heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×