Sumarið framlengt: Landsmenn hvattir til að nýta veðurblíðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:12 Íslendingar víðast hvar á landinu gætu fengið tækifæri til sólbaða næstu daga ef fram fer sem horfir. Vísir/Eyþór Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður. Veður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður.
Veður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent