Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 12:15 Kolfinna er miður sín að þurfa taka myndbandið út. vísir „Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr. Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30