Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2017 15:30 Reykjavíkurdætur komu meðal annars fram á tónleikum á Arnórhóli um síðustu helgi og það á Menningarnótt. Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson Menningarnótt Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Dæturnar og Ragga Holm buðu vinum og vandamönnum að lyfta með sér kampavíni í bjórglösum á Prikinu í gærkvöldi, til þess að fagna útkomu myndbandsins. Húsið troðfylltist á þessu heita sumarkvöldi og mikil stemmning var á Prikinu. „Já, það var alveg troðið, ég hef sjaldan séð jafn marga brosa á Prikinu á sama tíma eins og í gær. Ætli það hafi ekki verið fría kampavínið sem togaði í hláturtaumana hjá mannskapnum,“ segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir en myndbandið rýnir á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna, sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa. Kolfinna er leikstjóri myndbandsins.Fréttablaðið/Stefán„Nei, ég er ekki að rappa sjálf í þessu lagi. Við vorum með skýr hlutverkaskipti í þessu verkefni, alveg eins og í Reykjavíkurdætur the show, en það er sýning sem við settum upp í Borgarleikhúsinu í vor þar sem ég leikstýrði okkur öllum. Það hefur reynst okkur mjög vel að skipta með okkur hlutverkum, þessi flati strúktúr er bara mýta,“ segir Kolfinna og hlær. „Þetta er reyndar fyrsta myndband sem ég leikstýri en ekki það síðasta. Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ bætir Kolfinna við, en hún er nýútskrifuð af Sviðshöfundabraut í LHÍ og ferill hennar skýst heldur betur hratt upp á stjörnuhimininn, en hún hefur nú tekið að sér annað leikstjórnarverkefnið sitt á vegum Borgarleikhússins. Þó ætlar hún fyrst að leikstýra MR í allan sannleikann, ásamt Reykjavíkurdótturinni og sjónvarpskonunni Steineyju Skúladóttur. Saman ætla þær að setja upp Forðist Okkur eftir Hugleik Dagsson. Kolfinna er þessa dagana að leikstýra nýju íslensku útvarpsleikriti á RÚV sem heitir Fákafen og er eftir verðlaunahafann Kristínu Eiríksdóttur. Segja má að Kolfinna sé rísandi stjarna í leikhús- og kvikmyndabransanum. „Já, Baltasar Kormákur má bara fara að passa sig,“ endar Kolfinna á að segja glottandi. Hér að neðan má sjá myndbandið. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Framleiðandi: Þórunn GuðjónsdóttirLag: RVKDTR ft. Ragga Holm Pródúser: BLCKPRTYRapparar: MC Blær, svarta - Solla, Katrín Helga og Ragga Holm. Myndataka: Arnar Steinn Friðbjarnarson Stílisti: Brynja Skjaldar Klipping: Kolfinna Nikulásdóttir og Thorbjörn Einar Guðmundsson Ljós: Oddur Elíasson
Menningarnótt Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira