Sókndjarfari og ferskari Finnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson. vísir/anton Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira