Vanrækslan kostar mannslíf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 20:30 Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda