Vanrækslan kostar mannslíf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 20:30 Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira