Vanrækslan kostar mannslíf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 20:30 Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Þingmaður Pírata segir ljóst af eigin reynslu að heilbrigðiskerfið sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða með fullnægjandi hætti. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna. Gunnar Hrafn Jónsson hefur greint opinberlega frá baráttu sinni við alvarlegt þunglyndi og þekkir geðheilbrigðiskerfið vel af eigin raun. Hann segir það vera bæði undirmannað og fjársvelt. „Ég veit hvernig það er að koma þangað inn og ég veit hvernig kerfið virkar og hversu illa það er í stakk búið til að takast á við meginþorra þeirra verkefna sem koma til þeirra," segir Gunnar Hrafn. Á liðnum mánuði hafa tveir ungir menn svipt sig lífi á geðdeild Landspítalans. Gunnar segir vanrækslu á málaflokknum kosta mannslíf og vonast til þess að atburðirnir verði stjórnvöldum vakning. „Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til þess að bregðast við öllum málum sem koma upp þrátt fyrir að þarna sé undirmönnum og báglegar aðstæður til þess. En ég held að þetta verði bara að vera vakning fyrir stjórnvöld um að það kostar mannslíf að vanrækja svona málaflokk," segir Gunnar. Hann gagnrýnir aðstöðumun og segir nauðsynlegt að fjárfesta í geðheilbrigðiskerfinu. „Það má ekki vera skorið við nögl þegar við erum að hugsa um að jafna aðstöðumun á milli geðdeildar og annarra deilda," segir Gunnar. „Ef við værum með slíkt aðstöðuleysi fyrir hjartaskurðlækningar myndi byrja að heyrast í fólki um leið og fólk byrjaði að deyja. Þarna erum við að horfa upp á fólk beinlínis deyja út af því að aðstöðuleysi ríkir," segir hann. Gunnar segir ekki í boði að senda andlega veikt fólk á bráðamóttökuna utan opnunartíma geðdeildar. Þar þurfi að vera sólarhringsvakt. „Ég veit um marga sem hafa beðið þar og farið heim af því að þeim fannst þeir ekki vera á réttum stað. Ég persónulega myndi vilja sjá sólarhringsþjónustu til að byrja með og stærri vakt, fleira fólk á vakt og auðvitað þurfum við nýjan spítala og stærra pláss," segir hann. Gunnar telur jafnframt nauðsynlegt að grípa fyrr inn í aðstæðurnar og setja aukið fé til geðheilbrigðismaála hjá heilsugæslum. „Annars sjáum við fólk hrannast inn á örorku. Jafnvel fyrir lífstíð. Við sjáum að það er að vaxa mjög hratt; hlutfall ungra karlmanna sem eru á örorku og það er meira og minna vegna geðrænna vandamála," segir Gunnar Hrafn.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu