Erlent

Brexit-viðræður halda áfram í Brussel

Atli Ísleifsson skrifar
David Davis, ráðherra Brexit-mála í Bretlandi.
David Davis, ráðherra Brexit-mála í Bretlandi. Vísir/AFP
Viðræður vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu halda áfram í Brussel í dag.

Ráðherra Brexit-mála, David Davis, segist vilja víkka samræðurnar og hefja viðræður um hvernig haga skuli milliríkjaviðskiptum milli aðila eftir að Bretland gengur úr sambandinu.

Samningamenn Evrópusambandsins hafa þó tekið fálega í þær hugmyndir Bretla og segja að fyrst verði að ná haldbærum árangri í viðræðum um borgararéttindi og landamærin við Írland áður en viðræðurnar taki til fleiri málaflokka.

Í frétt BBC kemur fram að málsaðildar hafi báðir lýst því yfir að litlar líkur séu á að tímamótaskref náist í þessari þriðju lotu Brexit-viðræðnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×