Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2017 13:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir algengt að fólk misskilji hlutverk Alþingis. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar hefur gagnrýnt óskilvirkni þingsins. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42