Framúrskarandi Íslendingur talar fyrir lesskilningi og lestraránægju Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 22:28 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ævar Þór Benediktsson, verðlaunahafi. Vísir/Anton Brink „Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira