Framúrskarandi Íslendingur talar fyrir lesskilningi og lestraránægju Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 22:28 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ævar Þór Benediktsson, verðlaunahafi. Vísir/Anton Brink „Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála. JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en Guðni Th. Jóhannesson og Svava Arnardóttir, landsforseti JCI á Íslandi, veittu verðlaunin. Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur sem hefur brennandi áhuga á menntamálum. Hann hefur staðið fyrir lestrarátaki og hvatt börn til lestrar og forvitni en Ævar Þór blæs til fjórða lestrarátaksins 1. janúar næstkomandi. Ævar notar auk þess leturgerð í bókum sínum sem er sérstaklega hönnuð til að auðvelda lesblindum textann. Spurður að því hvort við þurfum á stefnubreytingu að halda hvað lestur varðar, segir Ævar að það sé mikilvægt að færa áhersluþungann frá lestrarhraða yfir á lesskilning og lestraránægju. Þá er það Ævari mikilvægt að þeir sem eldri eru séu ekki með snobbhátt gagnvart lestrarvali krakkanna. „Ef þau vilja lesa myndasögusyrpur, þá er það frábært,“ segir Ævar sem segir að endingu: „Svo lengi sem krakkarnir vilja lesa þá eigum við ekki að slökkva í þeim neista.“ Yfir hundrað tilnefningar bárust frá almenningi en sérstök dómnefnd fékk það verkefni að velja úr hópnum tíu framúrskarandi einstaklinga. Viðurkenningu hlutu Almar Blær Sigurjónsson fyrir störf á sviði menningar, Aron Einar Gunnarsson fyrir einstaklingssigra, Áslaug Ýr Hjartardóttir fyrir einstaklingssigra, Eva Dröfn Hassel Guðmundsdóttir fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Margrét Vilborg Bjarnadóttir fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og hagfræði, Martin Ingi Sigurðsson fyrir uppgötvanir á sviði læknisfræði, Sara Mansour fyrir framlag til barna, heimsfriðar og mannréttinda, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir fyrir afrek á sviði menningar, Þórunn Ólafsdóttir fyrir störf á sviði mannúðar og sjálfboðaliðamála og Ævar Þór Benediktsson fyrir afrek á sviði menntamála.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira