Erlent

Óttast að hundruð hafi farist í aurskriðu í Sierra Leone

Atli Ísleifsson skrifar
Flóð eru nokkuð tíð í Sierra Leone og berast reglulega fréttir af því að illa byggð hús skolist í burtu.
Flóð eru nokkuð tíð í Sierra Leone og berast reglulega fréttir af því að illa byggð hús skolist í burtu. SOCIETY FOR CLIMATE CHANGE COMMUNICATION SIERRA LEONE
Óttast er að hundruð manna hafi látið lífið í aurskriðu fyrir utan Freetown, höfuðborg Afríkuríkisins Sierra Leone, fyrr í dag. Talið er að fjölmargir séu fastir í húsum sínum eftir að þau grófust undir.

Mikið úrhelli hefur verið í landinu síðustu daga og fór svo að mikið magn aurs fæddi úr einni hlíðinni í Regent-svæðinu í morgun.

BBC hefur eftir talsmönnum yfirvalda að of snemmt sé að gefa út tölur um fjölda látinna.

Flóð eru nokkuð tíð í Sierra Leone og berast reglulega fréttir af því að illa byggð hús hafi skolast í burtu.

Uppfært 14:01:

Talsmaður Rauða krossins í Sierra Leone segir að ´þrjú hundruð manns hið minnsta hafi látið lífið vegna flóða og aurskriðna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×