Nýlega greindur með alzheimer og leiðir fjölskylduna áfram í Reykjarvíkurmaraþoni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 20:00 Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira