Nýlega greindur með alzheimer og leiðir fjölskylduna áfram í Reykjarvíkurmaraþoni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 20:00 Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira