Nýlega greindur með alzheimer og leiðir fjölskylduna áfram í Reykjarvíkurmaraþoni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 20:00 Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira