Kynferðisbrot til rannsóknar í Eyjum Ingvar Þór Björnsson skrifar 5. ágúst 2017 13:58 Mikill fjöldi hátíðargesta var í brekkunni í gærkvöldi. Vísir/Oskar Eitt kynferðisbrot er til rannsóknar hjá lögreglu sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á tjaldsvæði í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þekktust einstaklingarnir og hafa báðir gefið skýrslu hjá lögreglu. Þolandi var færður á neyðarmóttöku og vettvangur tryggður. Sakborningi hefur verið sleppt úr haldi. Þess ber að geta að lögregla hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að veita ekki upplýsingar um möguleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á hátíðinni. Þannig hefur hún ítrekað varist fregna af slíkum brotum þegar fréttastofa hefur spurst fyrir um þau um helgina. Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi hins vegar frá þessu kynferðisbroti í færslu á Facebook rétt í þessu. Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðastliðna nótt og framundir morgun en nokkuð var um ofbeldismál í Herjólfsdal. Fimm gistu fangageymslu, þrír vegna ölvunar og óspekta og tveir vegna ofbeldisbrota. Þá er einnig ein líkamsárás og húsbrot til rannsóknar eftir nóttina en veist var að húsráðanda á heimili hans. Fjöldi fíkniefnamála er kominn á þriðja tug síðan á fimmtudag. Í einu málinu voru haldlögð um þrjátíu grömm af hvítu efni og er talið að um sölu hafi verið að ræða. Lögreglan segist að venju vera með mikinn viðbúnað varðandi þennan málaflokk. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinna þessu eftirliti með þrjá fíkniefnahunda. Viðbragðsaðilar hittust á samráðsfundi í hádeginu í dag þar sem farið var yfir gang hátíðarinnar. Tengdar fréttir Þrjátíu fíkniefnamál á Þjóðhátíð Það hafa sjaldan verið jafn margir í Herjólfsdal. 5. ágúst 2017 10:40 Nóg að gera í borginni en rólegt á landsbyggðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í talsvert meiru að snúast í nótt en starfssystkin hennar á landsbyggðinni. 5. ágúst 2017 08:54 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eitt kynferðisbrot er til rannsóknar hjá lögreglu sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á tjaldsvæði í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þekktust einstaklingarnir og hafa báðir gefið skýrslu hjá lögreglu. Þolandi var færður á neyðarmóttöku og vettvangur tryggður. Sakborningi hefur verið sleppt úr haldi. Þess ber að geta að lögregla hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að veita ekki upplýsingar um möguleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á hátíðinni. Þannig hefur hún ítrekað varist fregna af slíkum brotum þegar fréttastofa hefur spurst fyrir um þau um helgina. Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi hins vegar frá þessu kynferðisbroti í færslu á Facebook rétt í þessu. Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðastliðna nótt og framundir morgun en nokkuð var um ofbeldismál í Herjólfsdal. Fimm gistu fangageymslu, þrír vegna ölvunar og óspekta og tveir vegna ofbeldisbrota. Þá er einnig ein líkamsárás og húsbrot til rannsóknar eftir nóttina en veist var að húsráðanda á heimili hans. Fjöldi fíkniefnamála er kominn á þriðja tug síðan á fimmtudag. Í einu málinu voru haldlögð um þrjátíu grömm af hvítu efni og er talið að um sölu hafi verið að ræða. Lögreglan segist að venju vera með mikinn viðbúnað varðandi þennan málaflokk. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinna þessu eftirliti með þrjá fíkniefnahunda. Viðbragðsaðilar hittust á samráðsfundi í hádeginu í dag þar sem farið var yfir gang hátíðarinnar.
Tengdar fréttir Þrjátíu fíkniefnamál á Þjóðhátíð Það hafa sjaldan verið jafn margir í Herjólfsdal. 5. ágúst 2017 10:40 Nóg að gera í borginni en rólegt á landsbyggðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í talsvert meiru að snúast í nótt en starfssystkin hennar á landsbyggðinni. 5. ágúst 2017 08:54 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þrjátíu fíkniefnamál á Þjóðhátíð Það hafa sjaldan verið jafn margir í Herjólfsdal. 5. ágúst 2017 10:40
Nóg að gera í borginni en rólegt á landsbyggðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í talsvert meiru að snúast í nótt en starfssystkin hennar á landsbyggðinni. 5. ágúst 2017 08:54