Innlent

Þrjátíu fíkniefnamál á Þjóðhátíð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það var mikið um að vera í Dalnum í gærkvöldi.
Það var mikið um að vera í Dalnum í gærkvöldi. Vísir/Óskar P.
Lögreglan í Vestamannaeyjum hefur þurft að bregðast við mörgum tilkynningum það sem af er Þjóðhátíð. 

Þannig gistu fimm í fangageymslum í nótt; þrír vegna ölvunar og óspekta og tveir voru handteknir vegna ofbeldismála. Þá barst lögreglu ein kæra vegna heimilsofbeldis í morgun.

Um þrjátíu fíkniefnamál hafa ratað inn á borð lögreglu það sem af er hátíðinni, þ.e. frá því á fimmtudag.

Lögreglufulltrúi sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að „mjög margt“ væri nú í Herjólfsdal og að lögreglan hafi sjaldan séð svona marga á Þjóðhátíð. Áætlað er að Herjólfur hafi flutt um 8000 manns út í Heimaey frá því að hátíðahöldin hófust. 

Þjóðhátíð nær sem fyrr hápunkti annað kvöld með brekkusöngnum víðfræga sem verður í beinni útsendingu á Vísi og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×