Tilkynnt um tvö kynferðisbrot í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 15:58 Margir sóttu Þjóðhátíð heim um helgina en talið er að metfjöldi fólks hafi verið í Dalnum. Vísir/Óskar P. Tilkynnt var um tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á laugardag. Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að málin séu í rannsókn og að aðilar hafi fengið réttarlæknisfræðilega skoðun. Verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala segir algengt að þolendur í slíkum málum á útihátíðum leiti ekki til neyðarmóttöku fyrr en eftir helgi. „Lögreglu var tilkynnt um tvö kynferðisbrot á laugardag, í báðum tilvikum var um aðila sem þekkjast að ræða. Málin eru í rannsókn, aðilar hafa gefið skýrslu og fengið réttarlæknisfræðilega skoðun. Meintum sakborningum var sleppt að skýrslutökum loknum. Ekki hafa verið lagðar fram kærur í málunum,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Áður hafði lögregla sagt frá annarri tilkynningu um kynferðisbrot sem barst henni stuttu eftir miðnætti að kvöldi föstudags. Kynferðisbrotamál í Eyjum um helgina eru því nú orðin að minnsta kosti tvö.Algengt að þolendur leiti síðar í vikunni til neyðarmóttöku Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá neyðarmóttöku, hafði ekki fengið fleiri kynferðisbrotamál á borð til sín í nótt þegar Vísir náði tali af henni rétt fyrir þrjú síðdegis í dag. Hún veit af fimm málum, sem áttu sér stað um helgina, og þar af fjórum sem tengjast útihátíðum. Í gær tengdi hún þrjú þessara mála við útihátíðir. „Ég veit svosem ekki hvernig þetta hefur verið úti á landi, en það hefur allavega ekkert meira komið til mín.“ Hún segir algengt að þeir sem séu beittir kynferðisofbeldi á útihátíðum leiti oft frekar til neyðarmóttöku Landspítalans þegar nokkuð er komið fram yfir helgi. „Þannig að við bíðum nú bara og vonum auðvitað það besta,“ segir Hrönn.Veita ekki upplýsingar fyrr en rannsóknarhagsmunir eru tryggðir Lögregla í Vestmannaeyjum hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að veita ekki upplýsingar um möguleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir séu tryggðir. Þetta var einnig svar Jóhannesar Ólafsson, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum, þegar blaðamaður Vísis innti hann eftir því fyrr í dag hvort fleiri en eitt kynferðisbrot hefðu komið upp um helgina. Nú hefur komið í ljós að allavega eitt kynferðisbrot til viðbótar var tilkynnt til lögreglu í Eyjum.Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Kynferðisbrot til rannsóknar í Eyjum Sakborningi hefur verið sleppt úr haldi. 5. ágúst 2017 13:58 Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að alvarlegustu málin um helgina hafi verið eitt kynferðisbrot og þá var gerð ein líkamsárás. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. 7. ágúst 2017 13:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Tilkynnt var um tvö kynferðisbrot á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á laugardag. Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að málin séu í rannsókn og að aðilar hafi fengið réttarlæknisfræðilega skoðun. Verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala segir algengt að þolendur í slíkum málum á útihátíðum leiti ekki til neyðarmóttöku fyrr en eftir helgi. „Lögreglu var tilkynnt um tvö kynferðisbrot á laugardag, í báðum tilvikum var um aðila sem þekkjast að ræða. Málin eru í rannsókn, aðilar hafa gefið skýrslu og fengið réttarlæknisfræðilega skoðun. Meintum sakborningum var sleppt að skýrslutökum loknum. Ekki hafa verið lagðar fram kærur í málunum,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Áður hafði lögregla sagt frá annarri tilkynningu um kynferðisbrot sem barst henni stuttu eftir miðnætti að kvöldi föstudags. Kynferðisbrotamál í Eyjum um helgina eru því nú orðin að minnsta kosti tvö.Algengt að þolendur leiti síðar í vikunni til neyðarmóttöku Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá neyðarmóttöku, hafði ekki fengið fleiri kynferðisbrotamál á borð til sín í nótt þegar Vísir náði tali af henni rétt fyrir þrjú síðdegis í dag. Hún veit af fimm málum, sem áttu sér stað um helgina, og þar af fjórum sem tengjast útihátíðum. Í gær tengdi hún þrjú þessara mála við útihátíðir. „Ég veit svosem ekki hvernig þetta hefur verið úti á landi, en það hefur allavega ekkert meira komið til mín.“ Hún segir algengt að þeir sem séu beittir kynferðisofbeldi á útihátíðum leiti oft frekar til neyðarmóttöku Landspítalans þegar nokkuð er komið fram yfir helgi. „Þannig að við bíðum nú bara og vonum auðvitað það besta,“ segir Hrönn.Veita ekki upplýsingar fyrr en rannsóknarhagsmunir eru tryggðir Lögregla í Vestmannaeyjum hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að veita ekki upplýsingar um möguleg kynferðisbrot sem kunna að koma upp á hátíðinni fyrr en rannsóknarhagsmunir séu tryggðir. Þetta var einnig svar Jóhannesar Ólafsson, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum, þegar blaðamaður Vísis innti hann eftir því fyrr í dag hvort fleiri en eitt kynferðisbrot hefðu komið upp um helgina. Nú hefur komið í ljós að allavega eitt kynferðisbrot til viðbótar var tilkynnt til lögreglu í Eyjum.Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Kynferðisbrot til rannsóknar í Eyjum Sakborningi hefur verið sleppt úr haldi. 5. ágúst 2017 13:58 Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að alvarlegustu málin um helgina hafi verið eitt kynferðisbrot og þá var gerð ein líkamsárás. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. 7. ágúst 2017 13:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að alvarlegustu málin um helgina hafi verið eitt kynferðisbrot og þá var gerð ein líkamsárás. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. 7. ágúst 2017 13:36