Innlent

Fimm kynferðisbrotamál hafa komið upp um helgina

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi.
Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis er staðsett í Fossvogi. vísir/vilhelm
Fimm kynferðisbrotamál hafa komið upp um helgina samkvæmt upplýsingum frá Hrönn Stefánsdóttur, verkefnastjóra neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrjú þeirra eru tengd útihátíðum.

Ekki verður gefið upp hvar á landinu brotin voru framin fyrr en eftir helgi.

Eins og Vísir greindi frá í gær kom upp eitt kynferðisbrotamál í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags. Sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, að málið væri upplýst í samtali við Vísi í gærkvöldi. 

Fjögur kynferðisbrotamál komu upp um Verslunarmannahelgina í fyrra en einungis eitt þeirra var tengt útihátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×