Formaður Ungra Framsóknarmanna í Reykjavík: „Hún virðist bara vera vitlaus“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 14:44 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Framboð hennar var sagt hafa gert andstöðu við múslima að sínu helsta baráttumáli. Vísir/Valli Ragnar Rögnvaldsson, formaður Sigrúnar, Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, segir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina, ekki vera í takti við flokkssystkini sín. Ummæli Sveinbjargar um að það felist „sokkinn kostnaður“ í því fyrir Reykjavíkurborg að taka við börnum hælisleitenda í grunnskóla borgarinnar hafa vakið hörð viðbrögð. Til að mynda hefur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, annar borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina gagnrýnt ummælin. Samband ungra framsóknarmanna hefur mótmælt ummælunum og þá hefur stjórn Sigrúnar lýst yfir vantrausti á Sveinbjörgu Birnu. „Undanfarin misseri hefur Sveinbjörg Birna sem oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknar og Flugvallarvina, talað fyrir ákveðnum hugmyndum og þar með nýrri stefnu borgarstjórnarflokks Framsóknar og Flugvallarvina. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík telja að þær hugmyndir og sú stefna sem Sveinbjörg Birna talar fyrir, gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins,“ segir meðal annars í tilkynningu frá stjórn Sigrúnar. „Hún er raunverulega ekki í neinum takti við samstarfsfólkið,“ segir Ragnar Rögnvaldsson, formaður Sigrúnar, en rætt var við Ragnar í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. „Það fer að styttast í það að það verði skipaðir listar og við viljum setja pressu á að hún verði ekki þar í forystusæti.“ Hann segir að ítrekað hafi verið rætt við Sveinbjörgu og hún beðin um að tjá sig ekki á niðrandi hátt um ákveðna samfélagshópa. „Það var gert í moskumálinu, Ungir Framsóknarmenn á landsvísu stigu fram um daginn. Þannig það er alveg búið að biðja hana um að róa sig, en hún virðist bara ekki taka neinum rökum.“Myndirðu segja að hún sé alveg stjórnlaus? „Kannski ekki alveg stjórnlaus, en svo ég noti bara hreina íslensku, hún virðist bara vera vitlaus.“ Viðtalið við Ragnar má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ungir Framsóknarmenn fjarlægja sig frá Sveinbjörgu Birnu Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna mótmælir harðlega ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um menntun barna hælisleitenda. 3. ágúst 2017 09:42 Segir ummæli Sveinbjargar um "sokkinn kostnað“ ekki vera í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna hefur ekki rætt um málið við Sveinbjörgu enn sem komið er. 5. ágúst 2017 20:58 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ragnar Rögnvaldsson, formaður Sigrúnar, Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, segir Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina, ekki vera í takti við flokkssystkini sín. Ummæli Sveinbjargar um að það felist „sokkinn kostnaður“ í því fyrir Reykjavíkurborg að taka við börnum hælisleitenda í grunnskóla borgarinnar hafa vakið hörð viðbrögð. Til að mynda hefur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, annar borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina gagnrýnt ummælin. Samband ungra framsóknarmanna hefur mótmælt ummælunum og þá hefur stjórn Sigrúnar lýst yfir vantrausti á Sveinbjörgu Birnu. „Undanfarin misseri hefur Sveinbjörg Birna sem oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknar og Flugvallarvina, talað fyrir ákveðnum hugmyndum og þar með nýrri stefnu borgarstjórnarflokks Framsóknar og Flugvallarvina. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík telja að þær hugmyndir og sú stefna sem Sveinbjörg Birna talar fyrir, gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins,“ segir meðal annars í tilkynningu frá stjórn Sigrúnar. „Hún er raunverulega ekki í neinum takti við samstarfsfólkið,“ segir Ragnar Rögnvaldsson, formaður Sigrúnar, en rætt var við Ragnar í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. „Það fer að styttast í það að það verði skipaðir listar og við viljum setja pressu á að hún verði ekki þar í forystusæti.“ Hann segir að ítrekað hafi verið rætt við Sveinbjörgu og hún beðin um að tjá sig ekki á niðrandi hátt um ákveðna samfélagshópa. „Það var gert í moskumálinu, Ungir Framsóknarmenn á landsvísu stigu fram um daginn. Þannig það er alveg búið að biðja hana um að róa sig, en hún virðist bara ekki taka neinum rökum.“Myndirðu segja að hún sé alveg stjórnlaus? „Kannski ekki alveg stjórnlaus, en svo ég noti bara hreina íslensku, hún virðist bara vera vitlaus.“ Viðtalið við Ragnar má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ungir Framsóknarmenn fjarlægja sig frá Sveinbjörgu Birnu Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna mótmælir harðlega ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um menntun barna hælisleitenda. 3. ágúst 2017 09:42 Segir ummæli Sveinbjargar um "sokkinn kostnað“ ekki vera í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna hefur ekki rætt um málið við Sveinbjörgu enn sem komið er. 5. ágúst 2017 20:58 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ungir Framsóknarmenn fjarlægja sig frá Sveinbjörgu Birnu Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna mótmælir harðlega ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur um menntun barna hælisleitenda. 3. ágúst 2017 09:42
Segir ummæli Sveinbjargar um "sokkinn kostnað“ ekki vera í samræmi við stefnu Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna hefur ekki rætt um málið við Sveinbjörgu enn sem komið er. 5. ágúst 2017 20:58