Innlent

Ungir Framsóknarmenn fjarlægja sig frá Sveinbjörgu Birnu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sveinbjörg, hér í ræðustól í ráðhúsi Reykjavíkur, hélt uppi hugmyndum á Útvarpi Sögu sem Ungir Framsóknarmenn geta sætt sig við.
Sveinbjörg, hér í ræðustól í ráðhúsi Reykjavíkur, hélt uppi hugmyndum á Útvarpi Sögu sem Ungir Framsóknarmenn geta sætt sig við. Vísir/Arnþór
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) mótmælir harðlega ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, er tengjast menntun barna hælisleitenda hér á landi.

Sveinbjörg sagði í viðtali á Útvarpi Sögu, og Kjarninn hafði eftir henni, að að það felist „sokkinn kostnaður“ í því fyrir Reykjavíkurborg að taka við börnum hælisleitenda í grunnskóla borgarinnar. Að sögn Sveinbjargar hafi þeirri hugmynd skotið upp að setja upp sérstakan skóla fyrir börn hælisleitenda þar sem þau geti stundað nám þar til að ákvörðun liggi fyrir um hvort fjölskyldur þeirra fái dvalarleyfi eða ekki.

Ummæli hennar vöktu mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum, þar með talið í röðum Ungra framsóknarmanna sem segjast leggjast gegn slíkum hugmyndum. SUF vísar til ályktana flokksþings Framsóknarflokksins síðastliðið haust í yfirlýsingu sinni.

Þar segi meðal annars;,Framsóknarflokkurinn styður mannréttindi, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Hafna á hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólk", einnig segir: ,,Fjoölbreyttur bakgrunnur foólks leiðir til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og ólík færni fólks ýtir undir framþróun atvinnulífs og skilar þannig árangri fyrir samfélagið allt".

Ungt Framsóknarfólk segist í yfirlýsingu sinni styðja móttöku hælisleitenda á Íslandi. „Mikilvægt er að sýna ábyrgð í alþjóðasamfélaginu og bjóða þá sem búa við stríðsástand eða kúgun velkomna. Einnig þarf að flýta málsmeðferð hjá hælisleitendum. Samstíga því viljum við styðja betur við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Aldrei má mismuna börnum undir neinum kringumstæðum.“

Yfirlýsingu SUF má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×