Íslenska landsliðið skipað leikmönnum sautján ára og yngri byrjar vel á Norðurlandamótinu í knattspyrnu, en liðið vann 3-0 sigur á Norður-Írlandi í dag.
Leikið var í Sandgerði, en auk Norður-Íra eru Noregur og Pólland með Íslandi í A-riðli. Í B-riðli leika svo Danmörk, Færeyjar, Svíþjóð og Finnland.
Ísland komst yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Andra Lucasi Guðjohnsen, syni Eiðs Smára Guðjohnsen.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Stefán Ingi Sigurðarson bættu svo við sitthvoru markinu áður en yfir lauk og lokatölur 3-0 sigur Íslands.
Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á þriðjudaginn á Vogabæjarvelli áður en liðið mætir Póllandi í lokaleik riðilsins á fimmtudaginn næstkomandi.
Leikskýrslu leiksins má sjá hér.
Andri Guðjohnsen með eitt mark í sigri U17
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti


Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns
Enski boltinn



Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn
Fótbolti

