Innlent

Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930.
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað
Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað mun halda áfram starfsemi sinni í vetur. Þetta kemur fram inn á vef skólans. Samkomulag náðist á milli stjórnenda skólans og mennta- og menningarmálaráðurneytisins. Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju.

Í skólanum verður boðið upp á hefðbundið hússtjórnarnám líkt og undanfarin ár. Í tilkynningunni kemur fram að þeir nemendur sem sótt höfðu um skólavist á komandi haustönn fái forgang inn. 

Vísir flutti fregnir af því í maí á þessu ári að ekki yrði boðið upp á nám við skólann þennan veturinn þar sem námið þótti ekki vera innan ramma Aðalnámskrár framhaldsskóla. Einnig var litið til þess hversu fáir nema við skólann hverju sinni. Allir starfsmenn skólans létu í kjölfarið af störfum og nemendur voru látnir vita að skólahald félli niður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×