Formaðurinn segir manneklu hjá lögreglunni leiða til slysa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júlí 2017 06:00 Landssamband lögreglumanna vill fá að nota rafbyssur í erfiðum aðstæðum. vísir/eyþór „Stærsti punkturinn í þessu öllu saman er þessi gríðarlega undirmönnun um land allt. Við erum búin að vara við því að það verði slys, hvernig svo sem þau verða, vegna þess,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mannekla er að hans sögn orðin gríðarlegt vandamál innan raða lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig sérstaklega um mál tveggja lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi fyrir utan Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi í maí síðastliðnum, með þeim afleiðingum að maður tvífótbrotnaði og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en maðurinn verður óvinnufær í um sex mánuði hið minnsta. Atvikið átti sér stað þegar verið var að handtaka annan manninn vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Maðurinn sýndi mikinn mótþróa við handtökuna og sæta lögreglumennirnir rannsókn vegna gruns um að hafa barið mennina tvo með kylfum og skellt bílhurð á fætur annars mannsins. Snorri segir að atvik sem þessi séu alvarleg en að hins vegar sé ljóst að lögreglan eigi erfitt með að takast á við erfiðustu aðstæðurnar sökum mikillar manneklu. Landssambandið hefur óskað eftir heimild til að fá að nota rafbyssur í slíkum aðstæðum, en Snorri segist ekki geta sagt til um hvort það hefði getað haft áhrif á umrætt atvik. „Við erum margoft búin að benda á þann möguleika fyrir lögregluna. Það er ansi stórt stökk í valdbeitingarstiganum að fara úr kylfu og piparúða yfir í skotvopn en þessar rafbyssur koma þar á milli – svo ég tali almennt, en ekki út frá þessu atviki.“ Aðspurður segir Snorri ekkert óeðlilegt við að lögreglumennirnir tveir séu enn við störf, þrátt fyrir alvarlegar ásakanir. „Lögreglumenn eru eins og aðrir borgarar og þegnar þessa lands, að þeir eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð með dómsuppkvaðningu. Þannig að ég sé í sjálfu sér ekki af hverju það sama ætti ekki að gilda um lögreglumenn og aðra sem fá á sig kæru,“ segir Snorri. „Eins verður líka að huga að því að þegar búið er að taka ákvörðun um hluta refsingar eru launin skorin niður til helminga. Þannig að það eru ýmis sjónarmið í málinu, og þau eru ekki eins klippt og skorin og þau líta oft út fyrir að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
„Stærsti punkturinn í þessu öllu saman er þessi gríðarlega undirmönnun um land allt. Við erum búin að vara við því að það verði slys, hvernig svo sem þau verða, vegna þess,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Mannekla er að hans sögn orðin gríðarlegt vandamál innan raða lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig sérstaklega um mál tveggja lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi fyrir utan Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi í maí síðastliðnum, með þeim afleiðingum að maður tvífótbrotnaði og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en maðurinn verður óvinnufær í um sex mánuði hið minnsta. Atvikið átti sér stað þegar verið var að handtaka annan manninn vegna drykkjuláta inni á veitingastaðnum. Maðurinn sýndi mikinn mótþróa við handtökuna og sæta lögreglumennirnir rannsókn vegna gruns um að hafa barið mennina tvo með kylfum og skellt bílhurð á fætur annars mannsins. Snorri segir að atvik sem þessi séu alvarleg en að hins vegar sé ljóst að lögreglan eigi erfitt með að takast á við erfiðustu aðstæðurnar sökum mikillar manneklu. Landssambandið hefur óskað eftir heimild til að fá að nota rafbyssur í slíkum aðstæðum, en Snorri segist ekki geta sagt til um hvort það hefði getað haft áhrif á umrætt atvik. „Við erum margoft búin að benda á þann möguleika fyrir lögregluna. Það er ansi stórt stökk í valdbeitingarstiganum að fara úr kylfu og piparúða yfir í skotvopn en þessar rafbyssur koma þar á milli – svo ég tali almennt, en ekki út frá þessu atviki.“ Aðspurður segir Snorri ekkert óeðlilegt við að lögreglumennirnir tveir séu enn við störf, þrátt fyrir alvarlegar ásakanir. „Lögreglumenn eru eins og aðrir borgarar og þegnar þessa lands, að þeir eru saklausir uns sekt þeirra er sönnuð með dómsuppkvaðningu. Þannig að ég sé í sjálfu sér ekki af hverju það sama ætti ekki að gilda um lögreglumenn og aðra sem fá á sig kæru,“ segir Snorri. „Eins verður líka að huga að því að þegar búið er að taka ákvörðun um hluta refsingar eru launin skorin niður til helminga. Þannig að það eru ýmis sjónarmið í málinu, og þau eru ekki eins klippt og skorin og þau líta oft út fyrir að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira