Fimmtán ára stúlku var nauðgað tvisvar af tveimur mönnum í Birmingham í Bretlandi á þriðjudagskvöldið. Eftir að henni hafði verið nauðgað stöðvaði hún bíl og bað ökumann hans um hjálp. Eftir að hún settist upp í bílinn hjá manninum nauðgaði hann henni einnig. Lögreglan leitar nú beggja mannanna.
Þeim hefur verið lýst sem asískum og á þrítugsaldri.
Samkvæmt frétt Sky News var stúlkan á lestarstöð með vini sínum, en hún varð viðskila við hann og leidd á brott af manni sem nauðgaði henni. Þá yfirgaf hún lestarstöðina, stöðvaði fyrsta bílinn sem hún sá og bað ökumanninn um að hjálpa sér.
Hann sagði henni að setjast upp í bílinn og nauðgaði hann henni einnig.
Lögregluþjónar skoða nú myndbandsupptökur af svæðinu og hafa beðið möguleg vitni að stíga fram.
Nauðgað af manni sem hún bað um að hjálpa sér eftir nauðgun
