Ljúffengar muffins í hollari kantinum Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 15:00 Volgar bláberjamuffins klikka aldrei. NORDICPHOTOS/GETTY Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar. Matur Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira
Jarðfræðingurinn og bakarasnillingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir heldur úti blogginu kakanmin.com og birtir þar uppskriftir og myndir af kökunum og bakkelsinu sem hún bakar. Margrét fer létt með að baka ótrúlegar tertur og skreyttar kökur en spurð út í hvort hún lumi á einfaldri uppskrift sem hver sem er getur bakað eftir deilir hún þessari meðfylgjandi uppskrift. „Ég mæli helst með þessum bláberja- og bananamuffins. Þær eru í hollari kantinum og sjúklega góðar. Þeir sem hafa bakað þær gera það alltaf aftur og aftur.“Bláberja- og bananamuffins10-12 stórar muffins250 g spelt 2 tsk. lyftiduft (eða rúmar 2 tsk. vínsteinslyftiduft) 1 tsk. kanill Salt á hnífsoddi 2 stórir, þroskaðir bananar – stappaðir Um 170 g fersk eða frosin bláber* 3 msk. hlynsíróp 3 msk. olía 1 stórt egg 185 ml haframjólkOfan á:50 g hrásykur 50 g pekanhnetur – saxaðar ½ tsk. kanill 1 msk. vegan smjör Bragð- og lyktarlaus kókosolía til að smyrja formið, eða smjör, shortening eða olía Ath. ef þið viljið sleppa egginu líka má vel prófa að skipta því út fyrir ¼ bolla af eplamaukiMargrét Theodóra er snillingur þegar kemur að bakstri.vísir/ernirHitið ofninn í 180°C með blæstri.Smyrjið muffinsformið vel með kókosolíu eða því sem þið kjósið helst. Sigtið þurrefnin (spelt, lyftiduft, kanil og salt) saman í skál. Stappið bananann og setjið hann og bláberin saman við þurrefnin. Notið gaffal til að blanda þessu varlega saman. Setjið síróp, olíu, haframjólk og egg í aðra skál og þeytið létt saman. Blandið blautefnunum varlega saman við þurrefnin. Hér er mjög mikilvægt að hræra þetta ekki of lengi og ekki harkalega. Gott er að nota sleikju og nota rólega hreyfingar og hætta um leið og deigið er komið saman. (Því grófara sem hveitið er því mikilvægara er að hræra ekki of mikið). Notið skeið til að fylla muffinsformin, fyllið vel upp til að fá sæmilega stórar kökur. *Ef þið notið frosin ber þá mæli ég með að velta þeim aðeins upp úr spelti/hveiti áður en þið setjið þau í deigið, þetta er bæði gert til þess að þau sökkvi ekki öll á botninn og einnig svo að þau liti deigið minna. Einnig er hægt að skola þau vel með köldu vatni og þurrka aðeins til að deigið litist ekki.ToppurSaxið pekanhneturnar mjög smátt og skerið smjörið í litla bita. Blandið hrásykri, pekanhnetum, kanil og smjöri vel saman þar til blandan verður að kurli. Setjið kurlið ofan á hverja óbakaða muffinsköku. Bakið kökurnar í miðjum ofni í um 20-25 mínútur. Leyfið kökunum að standa í formunum í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið takið þær úr. Gott er að láta muffinskökurnar kólna á grind en best er að einfaldlega að gúffa þeim í sig á meðan þær eru enn volgar.
Matur Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira