Innlent

John Snorri kominn í grunnbúðir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
John Snorri hefur ríka ástæðu til að sýna þumlana enda er hann kominn í grunnbúðir K2.
John Snorri hefur ríka ástæðu til að sýna þumlana enda er hann kominn í grunnbúðir K2. John Snorri
John Snorri er kominn í grunnbúðir K2 sem eru í um 5000 metra hæð. Hann er sagður vera léttur og glaður eftir hátt í tíu tíma göngu frá búðum fjögur. John Snorri var jafnframt fyrstur niður fjallið.

Miklir fagnaðarfundir voru með þeim John Snorra og Kára Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John í um nokkurra mánaða skeið vegna alþjóðlegrar heimildarmyndar sem er í bígerð.

Nú tekur við verðskulduð hvíld áður en hópurinn heldur frá grunnbúðum í 63 km göngu á skriðjökli í átt að byggð. Talið er að gangan muni taka um fimm til sex daga.

Fallegt um að lítast í grunnbúðum K2.John Snorri
John Snorri er léttur og glaður og er stefnan sett á að hvíla lúin bein áður gangan hefst að nýju.John Snorri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×