Trump yngri í vörn vegna fundarins með rússneska lögfræðingnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 17:50 Donald Trump yngri viðurkennir að hafa hitt rússneska lögfræðinginn en segir að hún hafi ekki haft neinar marktækar upplýsingar undir höndum um Hillary Clinton. vísir/getty Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur áfram að svara fyrir sig í kjölfar fregna af fundi hans með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya. Í dag fór hann og samfélagsmiðilinn Twitter, eins og faðir hans gerir oft þegar hann er í vörn, og sagði til að mynda á kaldhæðinn hátt að hann væri auðvitað fyrsta manneskjan í kosningabaráttu sem færi á fund með manneskju sem gæti veitt upplýsingar um pólitískan andstæðing.Obviously I'm the first person on a campaign to ever take a meeting to hear info about an opponent... went nowhere but had to listen. https://t.co/ccUjL1KDEa— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017 Fundur Trump yngri og Veselnitskaya fór fram þann 9. júní í fyrra en auk þeirra voru þeir Jared Kushner, tengdasonur Bandaríkjaforseta, og Paul J Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, á fundinum. Var Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, andstæðing föður hans í kapphlaupinu um Hvíta húsið, ef hann myndi mæta á fundinn samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Trump yngri segir hins vegar sjálfur að hann hafi einungis hitt lögfræðinginn til að ræða ættleiðingarstefnu Rússland en árið 2012 ákváðu Rússar að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn.Engar marktækar upplýsingar um Clinton Talið er að fundurinn sé sá fyrsti í kosningabaráttunni þar sem nánir samstarfsmenn Trump hittu Rússa en eins og kunnugt er eru meint tengsl Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta nú til rannsóknar. Þá eru meint afskipti Rússa af forsetakosningunum einnig til rannsóknar. Í yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í gær sagði hann að eftir að kynning hefði farið fram varðandi ættleiðingarstefnuna hefði Veselnitskaya minnst á Clinton. „Eftir að kynning hafði átt sér stað, hélt konan því fram að hún hefði upplýsingar undir höndum um tengsl einstaklinga við Rússland sem hefðu fjármagnað Demókrataflokkinn og stutt Clinton. Fullyrðingar hennar voru óljósar og tvíræðar og hún kom ekki með neinar nákvæmari eða frekari upplýsingar um málið og fljótt varð ljóst að hún hefði engar marktækar upplýsingar undir höndum,“ sagði í yfirlýsingunni. Veselnitskaya staðfesti frásögn Trump og sagði hún að hún hefði aldrei gengið erinda rússnesku ríkisstjórnarinnar en Veselnitskaya er þekkt baráttukona gegn fyrrnefndum ættleiðingarlögum.The Times 'exposé' on Donald Trump Jr. is a big yawn https://t.co/96GiWk87qq via @nypost— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) July 10, 2017
Tengdar fréttir Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Var lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton Donald Trump yngri lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton á fundi sínum með rússneskum lögfræðing. 9. júlí 2017 23:14
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46