Frábiðja sér gullfiska og greiðslukort í rotþróm Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Ekki má henda tannþræði, lyfjum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum, eða öðru rusli í klósettið. Vísir/Getty „Aðallega er þetta nú þessar blautþurrkur og annað sem slitnar ekki. Þetta fer inn í legur á öllum tækjum sem verið er að nota við að vinna seyruna,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita, sem Bláskógabyggð á aðild að, sendi fyrir fáeinum dögum húseigendum í sveitarfélögum í uppsveitum Suðurlands bréf þar sem skorað er á húseigendur að passa vel rotþrær sínar. Vakin er athygli á að rotþrær séu ekki fyrir sorp eins og blautþurrkur. Þar er jafnframt tekið fram að ekki megi henda tannþræði, lyfjum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum, eða öðru rusli í klósettið. „Hjá okkur er verið að vinna seyruna og taka hana til að nota við uppgræðslu. Þessir hlutir eru ekki að gera tækninni auðvelt fyrir við að vinna seyruna,“ segir Valtýr.Valtýr ValtýssonÍ bæklingnum segir að aðeins náist að hreinsa hluta af þessu rusli frá seyrunni og því fari hluti af ruslinu alla leið í gegn. „Vegna þessa má líkja því að henda sorpi í klósettið við það að henda því á víðavangi.“ Seyra hefur verið nýtt til landgræðslu um nokkurt skeið. Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um þriggja ára tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Í úttekt Landgræðslunnar á verkefninu segir að vel hafi verið fylgst með framvindu og árangri uppgræðslunnar og mælingar gerðar á gróðri haustið 2015. „Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift. Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Urðun á seyru er í þessu samhengi, sóun á verðmætum,“ segir í skýrslu um úttektina. Allt frá því að þessi úttekt var gerð hefur Landgræðslan, í samvinnu við sveitarfélög, haldið áfram að nýta seyru við landgræðslu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
„Aðallega er þetta nú þessar blautþurrkur og annað sem slitnar ekki. Þetta fer inn í legur á öllum tækjum sem verið er að nota við að vinna seyruna,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita, sem Bláskógabyggð á aðild að, sendi fyrir fáeinum dögum húseigendum í sveitarfélögum í uppsveitum Suðurlands bréf þar sem skorað er á húseigendur að passa vel rotþrær sínar. Vakin er athygli á að rotþrær séu ekki fyrir sorp eins og blautþurrkur. Þar er jafnframt tekið fram að ekki megi henda tannþræði, lyfjum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum, eða öðru rusli í klósettið. „Hjá okkur er verið að vinna seyruna og taka hana til að nota við uppgræðslu. Þessir hlutir eru ekki að gera tækninni auðvelt fyrir við að vinna seyruna,“ segir Valtýr.Valtýr ValtýssonÍ bæklingnum segir að aðeins náist að hreinsa hluta af þessu rusli frá seyrunni og því fari hluti af ruslinu alla leið í gegn. „Vegna þessa má líkja því að henda sorpi í klósettið við það að henda því á víðavangi.“ Seyra hefur verið nýtt til landgræðslu um nokkurt skeið. Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um þriggja ára tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Í úttekt Landgræðslunnar á verkefninu segir að vel hafi verið fylgst með framvindu og árangri uppgræðslunnar og mælingar gerðar á gróðri haustið 2015. „Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift. Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Urðun á seyru er í þessu samhengi, sóun á verðmætum,“ segir í skýrslu um úttektina. Allt frá því að þessi úttekt var gerð hefur Landgræðslan, í samvinnu við sveitarfélög, haldið áfram að nýta seyru við landgræðslu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira