Frábiðja sér gullfiska og greiðslukort í rotþróm Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Ekki má henda tannþræði, lyfjum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum, eða öðru rusli í klósettið. Vísir/Getty „Aðallega er þetta nú þessar blautþurrkur og annað sem slitnar ekki. Þetta fer inn í legur á öllum tækjum sem verið er að nota við að vinna seyruna,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita, sem Bláskógabyggð á aðild að, sendi fyrir fáeinum dögum húseigendum í sveitarfélögum í uppsveitum Suðurlands bréf þar sem skorað er á húseigendur að passa vel rotþrær sínar. Vakin er athygli á að rotþrær séu ekki fyrir sorp eins og blautþurrkur. Þar er jafnframt tekið fram að ekki megi henda tannþræði, lyfjum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum, eða öðru rusli í klósettið. „Hjá okkur er verið að vinna seyruna og taka hana til að nota við uppgræðslu. Þessir hlutir eru ekki að gera tækninni auðvelt fyrir við að vinna seyruna,“ segir Valtýr.Valtýr ValtýssonÍ bæklingnum segir að aðeins náist að hreinsa hluta af þessu rusli frá seyrunni og því fari hluti af ruslinu alla leið í gegn. „Vegna þessa má líkja því að henda sorpi í klósettið við það að henda því á víðavangi.“ Seyra hefur verið nýtt til landgræðslu um nokkurt skeið. Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um þriggja ára tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Í úttekt Landgræðslunnar á verkefninu segir að vel hafi verið fylgst með framvindu og árangri uppgræðslunnar og mælingar gerðar á gróðri haustið 2015. „Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift. Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Urðun á seyru er í þessu samhengi, sóun á verðmætum,“ segir í skýrslu um úttektina. Allt frá því að þessi úttekt var gerð hefur Landgræðslan, í samvinnu við sveitarfélög, haldið áfram að nýta seyru við landgræðslu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
„Aðallega er þetta nú þessar blautþurrkur og annað sem slitnar ekki. Þetta fer inn í legur á öllum tækjum sem verið er að nota við að vinna seyruna,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita, sem Bláskógabyggð á aðild að, sendi fyrir fáeinum dögum húseigendum í sveitarfélögum í uppsveitum Suðurlands bréf þar sem skorað er á húseigendur að passa vel rotþrær sínar. Vakin er athygli á að rotþrær séu ekki fyrir sorp eins og blautþurrkur. Þar er jafnframt tekið fram að ekki megi henda tannþræði, lyfjum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum, eða öðru rusli í klósettið. „Hjá okkur er verið að vinna seyruna og taka hana til að nota við uppgræðslu. Þessir hlutir eru ekki að gera tækninni auðvelt fyrir við að vinna seyruna,“ segir Valtýr.Valtýr ValtýssonÍ bæklingnum segir að aðeins náist að hreinsa hluta af þessu rusli frá seyrunni og því fari hluti af ruslinu alla leið í gegn. „Vegna þessa má líkja því að henda sorpi í klósettið við það að henda því á víðavangi.“ Seyra hefur verið nýtt til landgræðslu um nokkurt skeið. Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um þriggja ára tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Í úttekt Landgræðslunnar á verkefninu segir að vel hafi verið fylgst með framvindu og árangri uppgræðslunnar og mælingar gerðar á gróðri haustið 2015. „Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift. Tilraunin sýndi að seyra er góður kostur við uppgræðslu lands og nýting hennar til landbóta sé hyggilegur kostur. Urðun á seyru er í þessu samhengi, sóun á verðmætum,“ segir í skýrslu um úttektina. Allt frá því að þessi úttekt var gerð hefur Landgræðslan, í samvinnu við sveitarfélög, haldið áfram að nýta seyru við landgræðslu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira