Ráðherra vill fresta sölu á fjölda íbúða Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2017 10:02 Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra vísir/ernir Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira