Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2017 06:00 Fjölmargir koma að skipulagningu mótsins enda í mörg horn að líta og var líf og fjör þegar Fréttablaðið leit við. Tryggt er að 36 skátar sem ekki hefðu annars efni á því geti komist með aðstoð Aurora-styrktarsjóðsins. vísir/eyþór „Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira