Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2017 06:00 Fjölmargir koma að skipulagningu mótsins enda í mörg horn að líta og var líf og fjör þegar Fréttablaðið leit við. Tryggt er að 36 skátar sem ekki hefðu annars efni á því geti komist með aðstoð Aurora-styrktarsjóðsins. vísir/eyþór „Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þetta verður eitt langstærsta skátamót á Íslandi til þessa,“ segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en undirbúningur fyrir World Scout Moot, sem haldið verður í lok júlí, er nú í fullum gangi. Um fimm þúsund manns munu taka þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar af 650 erlendir. Mótið er haldið í fimmtánda sinn og hefur aldrei verið stærra en það er fyrir 18-25 ára skáta um allan heim. Alls koma þátttakendur frá 106 löndum.„Heildargjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið vegna mótsins eru áætlaðar um tveir og hálfur milljarður króna. Einstaklingar með ævintýraþrá sem vilja kynnast ólíkum menningarheimum sækja svona mót,“ segir hann. Hermann segir að krónan hafi leikið mótið grátt en vonast er til að það komi út á sléttu þrátt fyrir styrkingu krónunnar. „Við settum upp áætlun árið 2015. Þá var gengið 130. Þetta hefur vissulega gert okkur erfitt fyrir eins og öllum öðrum sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum marga góða samstarfsaðila sem hafa lagt okkur lið og hefur það verið ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“ Áætlað er að skátarnir leggi fram um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnustundir á stöðum sem þeim verður dreift á og segir Hermann að þeir muni meðal annars laga stíginn í Reykjadal við Hveragerði, búa til nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýrlendi á Akranesi og fleira og fleira. Íslenska ríkið hefur stutt verkefnið um ríflega 100 milljónir sem hefur gert það mögulegt að stækka mótið frá því að vera 2.000 manna mót í Kanada árið árið 2013 í það að vera yfir 5.000 manna mót. „Á mótinu mætast ólíkir menningarheimar, fólk með ólík trúarbrögð, umgengnisvenjur, matarvenjur og fleira. Þetta er heillandi áskorun sem íslensku skátarnir hlakka til að mæta í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað að undanförnu í heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira