Telur hækkun fasteignagjalda óeðlilega Sæunn Gísladóttir skrifar 4. júlí 2017 06:00 Að öllu óbreyttu mun fasteignagjald í Reykjavík hækka ríflega um áramótin. vísir/anton brink Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“ Húsnæðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“
Húsnæðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent