Lífið

Páll Óskar þarf að afhenda mörg hundruð Íslendingum nýju plötuna í dyragættinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar keyrir stórglæsilega vínylplötu og geisladisk heim til fólks hvar sem er á landinu í fríinu sínu í haust.
Páll Óskar keyrir stórglæsilega vínylplötu og geisladisk heim til fólks hvar sem er á landinu í fríinu sínu í haust. Vísir/Eyþór
„Nú þegar hafa verið pöntuð 382 eintök; 218 geisladiskar og 164 vínylplötur,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í stöðufærslu á Facebook. Hann lofaði á dögunum að mæta með hvert einasta eintak heim til fólks.

„Þetta þýðir að ég mun mæta í heimsókn inn á a.m.k. 382 heimili á Íslandi, eftir að platan kemur út þann 16. sept. Þetta verður bara gaman, fróðlegt, fyndið og ógleymanlegt.“

Pantanir hafa borist m.a. frá Reykjavík, Hafnafirði, Kópavogi, Garðabæ, Egilsstöðum, Borgarnesi, Akureyri, Akranesi, Hveragerði, Reyðarfirði, Selfossi, Vestmannaeyjum, Ísafirði og Sauðárkróki.

„Ég mun ekki hika við að mæta til Hríseyjar ef pantanir berast þaðan. Heimkaup.is lokar fyrir pantanir á þessari plötu þann 14. júlí. Þá látum við framleiða pantaðan fjölda eintaka, skoðum hvar á landinu þau eru pöntuð og skipuleggjum svo Íslandstúr út frá því.“


Tengdar fréttir

Páll Óskar pantaður heim að dyrum

Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×