Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2017 20:00 Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“ Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira