Stórkostlegt sjónarspil þegar almyrkvi gengur yfir Bandaríkin Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. júlí 2017 20:00 Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Eitt stórkostlegasta sjónarspil náttúrunnar mun gleðja milljónir manna í Bandaríkjunum í ágúst þegar almyrkvi gengur yfir landið. Næsti almyrkvi sem sést frá Íslandi verður eftir níu ár - Stjörnu-Sævar ætlar ekki að bíða eftir því og heldur vestanhafs á næstu dögum. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið nítján hundruð og átján sem almyrkvi nær yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þetta verður sennilega sá sólmyrkvi sem flestir munu sjá. Tunglið gengur milli sólar og Jarðar þann 21. ágúst. Það er í raun stórkostleg, kosmísk tilviljun að slíkt geti yfir höfuð gerst – sólin er 400 sinnum stærri en tunglið, en tunglið er 400 sinnum nær okkur en sólin. „Þetta er náttúrulega almyrkvi. Fyrir tveimur árum þá fengum við deildarmyrkva, þegar tunglið fór fyrir hluta sólarinnar,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. „Munurinn er eins og dagur og nótt. Þetta er einhver stórkostlegasta sýning náttúrunnar sem hægt er að sjá. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um þennan eina almyrkva sem ég hef séð sem var í Indónesíu í fyrra.“ Sævar Helgi eltir almyrkvann til Bandaríkjanna og heldur vestur um haf á næstu dögum. Þolinmóðir geta beðið eftir almyrkva hér á Íslandi en hann verður eftir níu ár. „Við fáum svona tækifæri eftir níu ár, þegar almyrkvi gengur yfir Ísland. Það hefur ekki sést almyrkvi í Reykjavík síðan árið 1433 og þar á eftir verður almyrkvi árið 2196. Þannig að það þarf stundum að bíða lengi og eins gott að nýta tækifærið þegar það gefst.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira