Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 20:04 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, heimsótti Úkraínu í dag. Vísir/afp Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira