Flutt aftur til Íslands og íhugar bókarskrif Guðný Hrönn skrifar 22. júní 2017 09:30 Kolbrún og fjölskylda höfðu búið í Danmörku í næstum fjögur ár. Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira