Flutt aftur til Íslands og íhugar bókarskrif Guðný Hrönn skrifar 22. júní 2017 09:30 Kolbrún og fjölskylda höfðu búið í Danmörku í næstum fjögur ár. Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“ Leitin að upprunanum Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Það fylgdust margir með Kolbrúnu Söru Larsen í fyrra í þáttunum Leitin að upprunanum, þegar hún hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í Tyrklandi, en Kolbrún var ættleidd til Íslands sem barn. „Lífið hefur breyst að mörgu leyti eftir fjölskyldufundinn og þættina. Núna er ég í sambandi við fólkið mitt í Tyrklandi. Svo er það bara spurning um tíma og peninga hvenær við förum, öll fjölskyldan, út og hittum þau. Börnin eru að minnsta kosti ofurspennt. „Breytingin fyrir mig felst aðallega í því að núna veit ég hver staðan var hjá foreldrum mínum og hvað gerðist í raun. Það er það sem leitin mín snerist um frá upphafi, að fá að vita að ég hafi ekki verið yfirgefin. Sú fullvissa er ómetanleg,“ segir Kolbrún sem er nýflutt aftur til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni í tæp fjögur ár. Þegar hún flutti aftur til Íslands varð hún vör við það hversu margir landsmenn fylgdust spenntir með ferðalagi hennar til Tyrklands.„Við fengum gríðarlega jákvæð viðbrögð. Fólk er forvitið og fylgdist greinilega vel með og er óhrætt við að spyrja mig. Það að ég hafi verið ættleidd er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið.“ „Hjá sumum er þetta feimnismál. Stundum, þegar fólk spurði mig hér áður fyrr hvaðan ég væri, þá að sjálfsögðu svaraði ég hreint út að ég væri ættleidd. Þá var stundum eins og fólki þætti það óþægilegt. Sumir báðust meira að segja fyrirgefningar á því að tala um þetta,“ segir Kolbrún og hlær. Vildi vera nær fjölskyldunniSpurð út í af hverju hún og fjölskylda hennar ákvað að flytja aftur til Íslands frá Danmörku segir hún: „Okkur leið rosalega vel úti en okkur fannst bara orðið svolítið langt í fjölskylduna. Og það gekk ýmislegt á síðastliðið ár, bæði gleðilegt og sorglegt, sem við vildum taka þátt í. Ég held að það hafi verið jákvætt fyrir alla að komast heim og börninblómstra í öllu frelsinu sem fæst með því að flytja til Íslands og út á land,“ segir Kolbrún sem á tvö börn. Kolbrún sneri til baka til Húsavíkur, þar sem hún ólst upp. „Það er minn heimabær og ég var búin að fá loforð um vinnu á spítalanum á Húsavík áður en við tókum endanlega ákvörðunina,“ útskýrir Kolbrún sem er hjúkrunarfræðingur. Fjölskyldan er nú á höttunum eftir húsnæði á Húsavík. „Við búum inni á foreldrum því þó svo að það sé næg vinna á Húsavík þá er vöntun á húsnæði hérna og við eigum enn þá eftir að selja fallega húsið okkar í Danmörku. Við erum búin að vera með húsið á sölu í fjóra mánuði, það þykir langur tími á íslenskan mælikvarða en svo sem ekkert langur tími miðað við danskan. Við erum bara svo óþolinmóð, enda Íslendingar að upplagi,“ segir hún og hlær.Kolbrún er snúin aftur til Húsavíkur.Vísir/StefánGoogle Translate til bjargar Aðspurð hvernig gangi svo að eiga í samskiptum við fjölskyldu sína í Tyrklandi kveðst Kolbrún vera þakklát fyrir tæknina. „Ég get skrifað á ensku til sumra en svo skrifa þau til mín á tyrknesku og þá nota ég Google translate. Guði sé lof fyrir tæknina,“ segir Kolbrún. „Svo tölum við stundum saman á Skype og þá sýni ég þeim hvað við erum að gera eða hvar við erum. Þá náum við að heyra rödd hvert annars og mamma sendir mér fingurkossa, það er frábært,“ segir Kolbrún sem er farin að læra svolítið í tyrknesku. Spurð út í hvað sé svo fram undan segist Kolbrún hafa áhuga á að segja nánar frá sögu sinni. „Mig langar að gefa út bók. Ég þarf bara að finna einhvern með mér í lið, því ég er enginn rithöfundur. Mig langar til að gera sögu minni betri skil. Það var svo mikið sem kom í ljós þegar ég hafði uppi á fjölskyldunni minni úti, meira en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og það var ýmislegt sem komst ekki að í þáttunum þannig að þarna er mikil saga sem þarf að skrásetja nákvæmar. Mig langar að kafa í allar hliðar málsins. Það eru nefnilega alltaf nokkrar hliðar á hverju máli.“
Leitin að upprunanum Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira