PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2017 13:45 Jóhannes Þór segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær. Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“ Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“
Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02