Skýrslur starfshóps fjármálaráðuneytisins kynna leiðir til að sporna gegn skattsvikum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 22. júní 2017 11:29 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, lýsir yfir stríði gegn skattsvikum. Vísir/Eyþór „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar. Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum. Á sama tíma munum við taka höndum saman við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir gegn kennitöluflakki. Við erum því að hefja stórsókn gegn svikastarfsemi á öllum sviðum.“ Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, lét þessi orð falla þegar starfshópar á hans vegum um skiluðu inn skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjármálaráðherra hefur einnig undirritað alþjóðlegan samning sem koma á í veg fyrir misnotkun á tvísköttunarsamningum.Panamaskjölin höfðu áhrif Starfshóparnir voru skipaðir í byrjun þessa árs, í kjölfar þess að umræður um Panamaskjölin og skattundanskot voru háværar. Starfshóparnir fjölluðu um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og um skattundanskot og skattsvik. „Eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kom í ráðuneytið var að heimsækja þær stofnanir sem sinna álagningu og innheimtu skatta og rannsóknum á skattalagabrotum. Í kjölfar þeirra heimsókna ákvað ég að skipa tvo starfshópa, annan sem einbeitti sér að svarta hagkerfinu og aðgerðum til að draga það í dagsljósið, og hinn til að fjalla um notkun falskra reikninga til að svíkja undan skatti. Starfshóparnir hafa nú skilað tveimur mjög áhugaverðum skýrslum með tillögum og ábendingum um aðgerðir sem munu reynast sterkt vopn í baráttunni gegn skattsvikum. Ráðuneytið og stofnanir þess munu í framhaldinu hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunum,“ segir Benedikt.Vilja þrengja reglur og skoða kennitöluflakk Tillögur hópsins snúa meðal annars að því að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika á þjóðarbúskap. Tillögur voru lagðar að því hvernig minnka megi svarta hagkerfið. Stefnt er að því að innleiða kassa- og verslunarkerfi sem sendi upplýsingar um veltu beint til skattyfirvalda. Þá skoðaði hópurinn hvernig mætti takmarka notkun reiðufé við greiðslu launa og kaup á dýrum hlutum. Kennitöluflakk er sérstaklega skoðað ásamt ólögmætum undanskotum í verktakaiðnaði. Litið verði til keðjuábyrðgar í því samhengi sem þýðir að verktakar beri ábyrgð á skilum opinberra gjalda af hálfu undirverktaka. Lagt var til að heimilt verði að þrengja reglur um hæfi einstaklinga til að stofna félög ásamt því að setja megi fólk í atvinnurekstrarbann ef það hefur viðhaft óverjandi viðskiptahætti. Eitt af því sem talið er auka undanskot eru mismunandi virðisaukaskattþrep. Talið er mikilvægt að minnka bil skattþrepanna eða sameina þau ásamt því að fækka undanþágum frá hinu almenna þrepi.Líta til nágrannalanda Í tilkynningu frá stjórnarráðinu er vitnað í skýrslu starfshóps um milliverðlagningu. Þar kemur fram að átak verði gert í milliverðlagningareftirliti. Ríkissjóður tapar um einum til sex milljörðum árlega á óeðlilegum milliverðlagningum tengdum lögaðilum. Nýtt verður reynsla og þekking frá nágrannaríkjum okkar. Meðal þess sem hópurinn leggur áherslu á að tryggja þurfi skattyfirvöldum upplýsingar um fjármagnsflutninga milli landa frá fjármálafyrirtækjum ásamt því að lögfesta þurfi ákvæði um raunverulega eigendur og tryggja að erlendir lögaðilar fái ekki kennitölu nema að raunverulegur eigandi sé til staðar.
Panama-skjölin Skattar og tollar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira