Fótbolti

Úkraína sigraði Finnland | Sjáðu mörkin

Jón Hjörtur Emilsson skrifar
Nú rétt í þessu var leik Finnlands og Úkraínu að klárast. Leiknum lauk með 2-1 sigri Úkraínu.

Leikurinn byrjaði rólega en 0-0 var staðan í hálfleik. Yevheniy Konoplyanka skoraði fyrsta mark leiksins og kom Úkraínu yfir á 51 mínútu. Joel Pohjanpalo jafnaði metin fyrir Finnland á 72 mínútu.

Það tók Úkraínu ekki langan tíma að komast yfir þar sem aðeins liðu 3 mínútur þangað til varamaðurinn Artem Biesiedin kom þeim yfir með skallamarki eftir sendingu frá Yaroslav Rakitskiy. Ekki voru fleiri mörk skoruð og sigur Úkraínu staðreynd.

Með sigri sínum komst Úkraína í 2. sæti riðilsins með 11 stig og því er ljóst að leikurinn er enn mikilvægari fyrir Ísland fyrir vikið. Sigri Ísland á eftir komast þeir við hlið Króata með 13 stig, 2 stigum meira en Úkraína.

Fleiri leikir voru að klárast en í D riðli voru tveir leikir að klárast. Írland tók á móti Austurríki en leiknum leik með 1-1 jafntefli. Martin Hinteregger kom Austurríki yfir á 31 mínútu leiksins. Allt leit út fyrir sigur Austurríkis en Jonathan Walters leikmaður Stokes jafnaði metin á 85 mínútu, mikilvægt stig fyrir Íra sem eru í efsta sæti riðilsins með 12 stig.

Í hinum leiknum í D riðli gerðu Moldóva og Georgía 2-2 jafntefli. Mörk Moldóvu gerðu Radu Ginsari og Alexandru Dedov á meðan Giorgi Merebashvili og Valeri Kazaishvili gerði mörk Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×