Mikilvægt að láta reyna aftur á sykurskattinn Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júní 2017 07:00 Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skrifaði meistararitgerðina. Vísir/Eyþór „Mér finnst ekki spurning að eigi að prófa sykurskattinn aftur á Íslandi. Það er líka mjög mikilvægt að það sé gert í ljósi þeirra staðreynda sem blasa við um tengda sjúkdóma og annað,“ segir Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræðum við læknadeild Háskóla Íslands sem ber titilinn Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla – Áhrif á neysluhegðun. Um er að ræða kerfisbundið yfirlit (e. systematic review) á öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar um skattlagningu og niðurgreiðslu matvæla. Yfirlitið bendir til þess að breytingar á matvælaverði hafi álíka áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra matvæla hvort sem skattlagningu og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins vegar þurfa verðbreytingar að nema að lágmarki fimmtán til tuttugu prósentum svo það skili sér í breyttri neysluhegðun. Þá benda niðurstöður einnig til þess að því meiri sem verðbreytingin er því líklegra er að það hafi áhrif á neysluhegðun. Niðurgreiðsla hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á kauphegðun. Guðrún segir ástæðu þess að hún hafi rannsakað þetta viðfangsefni vera að hún hafi mikinn áhuga á lýðheilsu og hvernig þetta tengist ójöfnuði í samfélaginu. „Þeir sem eru tekjumeiri kaupa hollari mat en þeir sem hafa minna milli handanna. Þetta tengist kannski frekar ójöfnuði en einhverju öðru.“ Að mati Guðrúnar er þörf á frekari rannsóknum á Íslandi og annars staðar á þessu. „Helst einhverjar íhlutandi slembirannsóknir til að fá marktækari niðurstöður og sjá hvort þetta hafi áhrif almennilega, en það bendir allt til þess,“ segir Guðrún. Hún telur að þörf sé á að láta reyna á sykurskatt aftur hér á landi. „Í fyrsta lagi var sykurskatturinn bara í ár og framleiðendur og birgjar voru búnir að kaupa mjög mikinn sykur fyrirfram, þannig að þetta bitnaði eiginlega ekki á framleiðendum og þetta hafði ekki áhrif á neytendur því þeir skattlögðu of lágt. En þetta skilaði næstum milljarði til ríkisins.“ Guðrún telur að til framtíðar mætti skattleggja sykruð matvæli, sem og önnur óholl matvæli, og nýta fjármagnið til að niðurgreiða holl matvæli, til dæmis grænmeti og ávexti, og fræða neytendur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Mér finnst ekki spurning að eigi að prófa sykurskattinn aftur á Íslandi. Það er líka mjög mikilvægt að það sé gert í ljósi þeirra staðreynda sem blasa við um tengda sjúkdóma og annað,“ segir Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræðum við læknadeild Háskóla Íslands sem ber titilinn Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla – Áhrif á neysluhegðun. Um er að ræða kerfisbundið yfirlit (e. systematic review) á öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar um skattlagningu og niðurgreiðslu matvæla. Yfirlitið bendir til þess að breytingar á matvælaverði hafi álíka áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra matvæla hvort sem skattlagningu og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins vegar þurfa verðbreytingar að nema að lágmarki fimmtán til tuttugu prósentum svo það skili sér í breyttri neysluhegðun. Þá benda niðurstöður einnig til þess að því meiri sem verðbreytingin er því líklegra er að það hafi áhrif á neysluhegðun. Niðurgreiðsla hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á kauphegðun. Guðrún segir ástæðu þess að hún hafi rannsakað þetta viðfangsefni vera að hún hafi mikinn áhuga á lýðheilsu og hvernig þetta tengist ójöfnuði í samfélaginu. „Þeir sem eru tekjumeiri kaupa hollari mat en þeir sem hafa minna milli handanna. Þetta tengist kannski frekar ójöfnuði en einhverju öðru.“ Að mati Guðrúnar er þörf á frekari rannsóknum á Íslandi og annars staðar á þessu. „Helst einhverjar íhlutandi slembirannsóknir til að fá marktækari niðurstöður og sjá hvort þetta hafi áhrif almennilega, en það bendir allt til þess,“ segir Guðrún. Hún telur að þörf sé á að láta reyna á sykurskatt aftur hér á landi. „Í fyrsta lagi var sykurskatturinn bara í ár og framleiðendur og birgjar voru búnir að kaupa mjög mikinn sykur fyrirfram, þannig að þetta bitnaði eiginlega ekki á framleiðendum og þetta hafði ekki áhrif á neytendur því þeir skattlögðu of lágt. En þetta skilaði næstum milljarði til ríkisins.“ Guðrún telur að til framtíðar mætti skattleggja sykruð matvæli, sem og önnur óholl matvæli, og nýta fjármagnið til að niðurgreiða holl matvæli, til dæmis grænmeti og ávexti, og fræða neytendur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30
Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00
Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00