Innlent

Forsetinn sigraði hæsta tind landsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Tómas Guðbjartsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson (t.h.) í miðnætursólinni á toppi Hvannadalshnjúks.
Tómas Guðbjartsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson (t.h.) í miðnætursólinni á toppi Hvannadalshnjúks. ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði sér lítið fyrir og komst á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind landsins, í nótt. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, birti mynd af þeim forsetanum á Facebook-síðu sinni þar sem þeir voru komnir á toppinn í miðnætursólinni.

Fyrir utan störf sín sem læknir hefur Tómas verið fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands. Því er líklega óhætt að segja að forsetinn hafi verið í góðum höndum á göngunni upp jökulinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×