Innlent

Skjálfti 3,6 að stærð í Bárðarbungu

Atli Ísleifsson skrifar
Bárðarbunga.
Bárðarbunga. Vísir
Jarðskjálfti upp á 3,6 stig varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni snemma í gærmorgun og nokkrir eftirskjálftar fylgdu, sá snarpasti 2,5 stig.

Síðan hægðist um á svæðinu, en þar urðu svo nokkrir skjálftar í nótt, en allir innan við þrjú stig.

Jarðvísindamenn fylgjast grannt með framvindu mála á svæðinu, en telja skjálftana núna ekki fyrirboða frekari tíðinda á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×